Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 15. ágúst 2018 21:11
Ívan Guðjón Baldursson
Mjólkurbikarinn: Bitlausir FH-ingar réðu ekki við Stjörnuna
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Stjarnan 2 - 0 FH
1-0 Guðjón Baldvinsson ('44)
2-0 Guðmundur Steinn Hafsteinsson ('85)

Stjarnan er komið í úrslitaleik Mjólkurbikarsins eftir góðan 2-0 sigur á FH í undanúrslitum.

Liðin mættust í Garðabæ og voru gestirnir frá Hafnarfirði óheppnir að komast ekki yfir snemma leiks. Steven Lennon þrumaði knettinum þá í stöngina og fylgdi Jåkup Thomsen eftir með skoti í slánna.

Leikurinn var frekar bragðdaufur og komust heimamenn yfir rétt fyrir leikhlé eftir hornspyrnu, sem hefur verið helsti akkilesarhæll FH-inga í sumar. Gunnar Nielsen gerði vel að verja skalla frá heimamönnum en Guðjón Baldvinsson var fyrstur til boltans og tæklaði hann í netið.

Síðari hálfleikurinn var tíðindalítill þar sem bitlausir FH-ingar komust ekkert áleiðis gegn skipulögðum Garðbæingum.

Guðmundur Steinn Hafsteinsson innsiglaði sigur Stjörnunnar þegar fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Gestirnir skildu vörnina eftir galopna til að reyna að jafna og náði Guðjón að renna boltanum fyrir á Guðmund sem kláraði úr auðveldu færi.

Stjarnan mætir annað hvort Breiðabliki eða Víkingi Ólafsvík í úrslitaleiknum. Blikar taka á móti Víkingi á morgun.




Athugasemdir
banner
banner
banner