Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 15. ágúst 2018 10:00
Magnús Már Einarsson
Ramos: Ekki fyrsti úrslitaleikurinn sem Klopp tapar
Sergio Ramos í baráttunni.
Sergio Ramos í baráttunni.
Mynd: Getty Images
Sergio Ramos, varnarmaður Real Madrid, hefur skotið á Jurgen Klopp stjóra Liverpool og árangur hans í úrslitaleikjum í gegnum tíðina.

Real Madrid vann Liverpool í úrslitum Meistaradeildarinnar í vor þar sem Mohamed Salah fór meiddur af velli í fyrri hálfleik eftir baráttu við Ramos. Síðar kom í ljós að Loris Karius, markvörður Liverpool, fékk einnig heilahristing í leiknum eftir baráttu við Ramos.

Klopp hefur gagnrýnt Ramos eftir leikinn og Spánverjinn var spurður út í þá gagnrýni í gær.

„Ég hef gefið út mína skoðun á þessu. Ég ætla aldrei að meiða andstæðing viljandi," sagði Ramos.

„Hann vill fá útskýringu á því af hverju hann vann ekki úrslitaleikinn en þetta er ekki fyrsti úrslitaleikurinn sem hann tapar. Sumir okkar hafa keppt á meðal þeirra bestu í mörg ár en ég er ekki viss um að hann geti sagt það sama. Látum Klopp hafa áhyggjur af eigin leikmönnum."

Klopp hefur tapað sex af sjö úrslitaleikjum sem hann hefur farið í á þjálfaraferlinum. „Þegar við kusum um besta þjálfarann þá kaus ég hann svo hann getur slakað á," sagði Ramos að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner