mið 15. ágúst 2018 13:00
Magnús Már Einarsson
Rodgers ósáttur - Segir að Boyata hafi ekki viljað spila
Boyata í baráttunni með belgíska landsliðinu á HM í sumar.
Boyata í baráttunni með belgíska landsliðinu á HM í sumar.
Mynd: Getty Images
Brendan Rodgers, stjóri Celtic, segir að belgíski varnarmaðurinn Dedryck Boyata hafi verið heill heilsu fyrir 2-1 tapið gegn AEK Aþenu í Meistaradeildinni í gær.

Celtic er úr leik eftir tapið en Boyata var ekki með í leiknum í gær. Celtic hafnaði níu milljóna tilboði frá Fulham í Boyata í síðustu viku og það fór illa í leikmanninn.

Boyata sagðist sjálfur vera meiddur fyrir leikinn í gær en Rodgers vill meina að það sé ekki rétt. Celtic var líka án norska miðvarðarins Kristoffer Ajer sem tók út leikbann.

„Við vorum auðvitað án okkar tveggja bestu miðvarða í kvöld (í gærkvöldi). Því miður," sagði Rodgers eftir leikinn.

„Einbeiting mín er einungis á leikmönnunum sem eru hér núna en já, Dedryck var heill og hefði getað spilað."

Sjá einnig:
Boyata segist ekki neita að spila heldur vera meiddur
Athugasemdir
banner
banner
banner