Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 15. ágúst 2018 09:20
Magnús Már Einarsson
Rodgers: Þetta eru engin geimvísindi
Ekki sáttur.
Ekki sáttur.
Mynd: Getty Images
Brendan Rodgers, stjóri Celtic, var æfur eftir að liðið datt út úr Meistaradeildinni í gær eftir 3-2 tap gegn AEK Aþenu.

Rodgers er afar ósáttur við að hafa ekki fengið að kaupa fleiri og sterkari leikmenn í sumar.

„Þetta eru engin geimvísindi," sagði Rodgers eftir leik. „Þú þarft að passa að menn verði ekki of ánægðir með sjálfan sig og það gerir þú með því að bæta við hópinn."

„Það er nokkuð augljóst að þú þarft að halda áfram að bæta þig og verða sterkari. Horfið bara á Liverpool sem komst í úrslit Meistaradeildarinnar og eyddi síðan pening til að verða ennþá sterkari."


Celtic fékk 30 milljónir punda fyrir þátttöku sína í Meistaradeildinni í fyrra en ennþá meira verðlaunafé er í boði fyrir félög sem taka þátt þar í ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner