Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 15. ágúst 2018 07:30
Ingólfur Páll Ingólfsson
Sessegnon rólegur yfir orðrómum um félagsskipti
Það verður spennandi að fylgjast með Sessegnon í vetur.
Það verður spennandi að fylgjast með Sessegnon í vetur.
Mynd: Getty Images
Ryan Sessegnon segir að orðrómar um að hann sé á förum frá Fulham ekki hafa truflað hann og að hann sé einbeittur að því að spila með úrvalsdeildarliðinu.

Ungstirnið braust fram á sjónarsviðið árið 2016 þegar hann var einungis 16 ára gamall og hefur tryggt sér sæti í byrjunarliði Slavisa Jokanovic á Craven Cottage.

Frammistaða hans hefur vitaskuld vakið áhuga liða á borð við Tottenham sem höfðu mikinn áhuga á að fá leikmanninn til félagsins. Leikmaðurinn er stoltur af orðrómunum en er rólegur yfir stöðu mála.

Þú sérð alltaf aðeins af því þegar lið eruð orðuð við þig en ég einbeiti mér alltaf að því að spila fyrir Fulham. Þar er mín aðal einbeiting, að setja undir mig höfuðið og spila fyrir Fulham,” sagði Sessegnon.

Sem ungur leikmaður er ég auðvitað ánægður með að vera orðaður við lið sem spila í Meistaradeildinni. ”

Þrátt fyrir að hann segist vera ánægður á Craven Cottage segist hann ekki vera nálægt því að skrifa undir framlengingu og segir að þær viðræður séu ekki í gangi eins og er.

Athugasemdir
banner
banner
banner