Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 15. ágúst 2018 19:30
Ívan Guðjón Baldursson
Stóri Sam: Ég hefði læst öllu gegn Króatíu
Mynd: Getty Images
Stóri Sam Allardyce átti að stýra enska landsliðinu í gegnum undankeppnina fyrir HM 2018 en var rekinn úr starfi eftir aðeins 67 daga, þegar blaðamenn Telegraph birtu neyðarlega upptöku af honum.

Gareth Southgate tók við af Sam og kom enska liðinu alla leið í undanúrslitaleik heimsmeistaramótsins.

Englendingar töpuðu þar fyrir Króötum þrátt fyrir að hafa leitt stærstan part leiksins. Sam hefði sett leikinn öðruvísi upp.

„Það er synd að þeir hafi ekki komist í úrslitaleikinn. Þeir voru 1-0 yfir þegar 20 mínútur voru eftir gegn Króatíu en misstu forystuna niður," sagði Sam viðGoals On Sunday.

„Þið þekkið mig, ég hefði læst öllu til þess að sigla sigrinum í höfn. Frakkar unnu mótið því þeir gerðu nákvæmlega þetta gegn Belgíu í undanúrslitunum.

„Deschamps var gagnrýndur af frönsku pressunni fyrir leikstíl sinna manna en þeir unnu mótið og það er allt sem telur. Þeir voru ótrúlega sterkir varnarlega. Sterk vörn er grunnurinn að árangri."


Enska landsliðið mætir aftur til leiks í Þjóðadeildinni 8. september þar sem Spánverjar verða hungraðir í sigur eftir slakan árangur í sumar.
Athugasemdir
banner
banner