Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 15. ágúst 2018 09:34
Magnús Már Einarsson
Zidane hefur áhuga á að taka við Manchester United
Á leið í enska boltann?
Á leið í enska boltann?
Mynd: Getty Images
Franska blaðið L'Equipe segir frá því í dag að Zinedine Zidane hafi áhuga á að taka við Manchester United í framtíðinni.

Zidane er sagður vera klár í að taka við af Jose Mourinho strax á næsta tímabili ef Portúgalinn hættir eftir sitt þriðja tímabil á Old Trafford.

Mourinho er ósáttur við að hafa ekki fengið að styrkja hópinn meira í sumar og samband hans við æðstu menn hjá United hefur verið betra.

Zidane vann Meistaradeildina þrisvar í röð með Real Madrid áður en hann ákvað að hætta í vor.

Á dögunum var Zidane orðaður við landsliðsþjálfarastöðuna í Frakklandi en Didier Deschamps ákvað síðan að halda áfram sem þjálfari heimsmeistaranna.
Athugasemdir
banner
banner