Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 15. ágúst 2022 18:23
Haraldur Örn Haraldsson
Byrjunarlið Fram og Leiknis: Óttar Bjarni loksins kominn til baka úr meiðslum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Leikur Fram og Leiknis hefst núna klukkan 19:15 í kvöld og þetta er leikur í 17. umferð Bestu deildar karla. Þetta er stórleikur í botnbaráttunni þar sem Framarar geta komið sér í mjög þægilega stöðu 12 stigum frá fallsæti með sigri en Leiknir sem situr í 11. sæti dauðvantar þennan sigur til að draga sig úr fallsæti.


Lestu um leikinn: Fram 4 -  1 Leiknir R.

Jón Sveinsson þjálfari Fram gerir 2 breytingar á sínu liði sem gerði 3-3 jafntefli við Víking í síðustru umferð en það eru þeir Jesus Yendis og Hlynur Atli Magnússon sem fá sér sæti á bekknum en Delphin Tshiembe og Már Ægisson koma í liðið fyrir þá.

Sigurður Höskuldsson gerir 4 breytingar á liði sínu sem tapaði fyrir Keflavík 2-1 í síðustu umferð. Það eru þeir Bjarki Aðalsteinsson, Adam Örn Arnarson, Árni Elvar Árnason og Dagur Austmann Hilmarsson sem koma úr liðinu og í staðin koma Kristófer Konráðsson, Gyrðir Hrafn Guðbrandsson, Óttar Bjarni Guðmundsson og Loftur Páll Eiríksson.


Byrjunarlið Fram:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
5. Delphin Tshiembe
7. Guðmundur Magnússon (f)
8. Albert Hafsteinsson
11. Almarr Ormarsson
11. Magnús Þórðarson
21. Indriði Áki Þorláksson
23. Már Ægisson
28. Tiago Fernandes
69. Brynjar Gauti Guðjónsson
71. Alex Freyr Elísson

Byrjunarlið Leiknir R.:
1. Viktor Freyr Sigurðsson (m)
0. Óttar Bjarni Guðmundsson
5. Daði Bærings Halldórsson (f)
9. Róbert Hauksson
10. Kristófer Konráðsson
15. Birgir Baldvinsson
17. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson
18. Emil Berger
24. Loftur Páll Eiríksson
28. Zean Dalügge
80. Mikkel Jakobsen
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner