Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 15. ágúst 2022 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - Breiðablik mætir Víkingi í toppslag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: EPA

Það fóru þrír leikir fram í Bestu deild karla í gær og eru þrír á dagskrá í kvöld þar sem Breiðablik tekur á móti Víkingi R. í stærsta leik sumarsins til þessa.


Bæði lið voru slegin úr forkeppni Sambandsdeildarinnar í síðustu viku og eru Blikar með átta stiga forystu í íslensku titilbaráttunni en Víkingar eiga leik til góða.

Hægt er að búast við afar spennandi titilbaráttu ef Blikar taka ekki uppá því að stinga af með sigri í kvöld.

Þá á Keflavík heimaleik við KR sem er búið að sigra tvo deildarleiki í röð í annað sinn í sumar. KR-ingar geta því unnið þriðja leikinn í röð í kvöld.

Fram spilar svo við Leikni R. í nýliðaslag en Leiknismenn eru í fallsæti á meðan Fram siglir þokkalega lygnan sjó eins og staðan er í dag.

Að lokum mætast ÍH og KH í 2. deild kvenna.

Besta-deild karla
18:00 Keflavík-KR (HS Orku völlurinn)
19:15 Fram-Leiknir R. (Framvöllur - Úlfarsárdal)
19:15 Breiðablik-Víkingur R. (Kópavogsvöllur)

2. deild kvenna
19:15 ÍH-KH (Skessan)


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner