Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 15. september 2018 08:55
Elvar Geir Magnússon
Bikarúrslitaupphitun og fleira á X977 í dag
Þjálfarar og fyrirliðar Stjörnunnar og Breiðabliks.
Þjálfarar og fyrirliðar Stjörnunnar og Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það verður boðið upp á öflugan og þéttan útvarpsþátt í dag á X977. Elvar Geir og Tómas Þór verða með ykkur frá 12 - 14 eins og venjan er á laugardögum,

Hitað verður upp fyrir bikarúrslitaleik Stjörnunnar og Breiðabliks sem verður um kvöldið.

Heyrt verður í Jóni Þóri Haukssyni og Guðmundi Steinarssyni, aðstoðarþjálfurum liðanna. Þá verður Kári Ársælsson, fyrrum fyrirliði Breiðabliks, á línunni og rifjar upp bikarmeistaratitil Blika frá 2009.

Pepsi-deildin verður til umræðu og Sævar Pétursson hjá KA verður í viðtali en tilkynnt var í fyrradag að Tufa yrði ekki áfram þjálfari liðsins.

Einnig verður rætt um íslenska landsliðið og fyrstu tvo leiki liðsins í Þjóðadeildinni.

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner
banner