Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 15. september 2018 18:21
Egill Sigfússon
Byrjunarliðin í úrslitaleik Mjólkurbikarsins: Elfar og Viktor byrja báðir!
Baldur Sigurðsson fyrirliði Stjörnunnar
Baldur Sigurðsson fyrirliði Stjörnunnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarliðin eru klár fyrir leik Stjörnunnar og Breiðabliks í úrslitum Mjólkurbikarsins klukkan 19:15.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá Laugardalnum

Hjá Stjörnunni eru allir heilir nema Heiðar Ægisson sem er fótbrotinn. Stjarnan stillir upp hefðbundnu liði þar sem Þórarinn Ingi Valdimarsson og Jóhann Laxdal eru í bakvörðunum og Jósef Kristinn Jósefsson því á varamannabekknum.

Þá er Baldur Sigurðsson fyrirliði Stjörnunnar orðinn heill og kemur inn í byrjunarliðið og Guðmundur Steinn Hafsteinsson fer á varamannabekkinn.

Breiðablik byrjar með þrjá miðverði í kvöld þar sem Damir Muminovic, Viktor Örn Margeirsson og Damir Muminovic byrja allir inná en miklar vangaveltur hafa verið um hvor myndi byrja, Elfar eða Viktor. Þeir byrja bara báðir.

Andri Rafn Yeoman og Oliver Sigurjónsson eru báðir í byrjunarliðinu en þeir voru báðir tæpir fyrir leikinn. Alexander Helgi Sigurðarson er enn frá vegna höfuðmeiðsla.

Byrjunarlið Stjörnunnar
1. Haraldur Björnsson (m)
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
3. Jósef Kristinn Jósefsson
7. Guðjón Baldvinsson
8. Baldur Sigurðsson
9. Daníel Laxdal
10. Hilmar Árni Halldórsson
11. Þorsteinn Már Ragnarsson
15. Þórarinn Ingi Valdimarsson
20. Eyjólfur Héðinsson (f)
29. Alex Þór Hauksson

Byrjunarlið Breiðabliks
1. Gunnleifur Gunnleifsson (m)
4. Damir Muminovic
5. Elfar Freyr Helgason
7. Jonathan Hendrickx
9. Thomas Mikkelsen
10. Oliver Sigurjónsson
11. Gísli Eyjólfsson
15. Davíð Kristján Ólafsson
18. Willum Þór Willumsson
21. Viktor Örn Margeirsson
30. Andri Rafn Yeoman



Athugasemdir
banner
banner
banner