lau 15. september 2018 22:03
Arnar Helgi Magnússon
Einkunnagjöf úrslitaleiksins: Halli Björns maður leiksins
Haraldur með bikarinn í kvöld.
Haraldur með bikarinn í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nú rétt í þessu lauk úrslitaleik Mjólkurbikarsins með sigri Stjörnunnar. 0-0 var eftir venjulegan leiktíma og því þurfti að grípa til framlengingar. Hvorugu liði tókst að tókst að skora þar og því var farið í ABBA vítaspyrnukeppni þar sem að Stjarnan hafði betur.

Stjarnan

Haraldur Björnsson - 9 (Maður leiksins)
Reyndi lítið á hann í fyrri hálfleik en kom sterkur inn í þann síðari og greip vel inní og átti nokkrar mjög góðar vörslur. Varði vítaspyrnu í vítakeppninni.

Brynjar Gauti Guðjónsson - 7
Mjög öflugur varnarlínu Stjörnunnar í dag. Leiðtogi inná vellinum.

Jóhann Laxdal - 6
Mikil keyrsla á bakvörðum liðanna í dag. Jóhann var duglegur í leiknum. Flottur varnarlega.

Guðjón Baldvinsson - 6
Fann sig ekki í sóknarleiknum í dag. Fékk gult spjald fyrir dýfu sem er aldrei gott.

Baldur Sigurðsson - 7
Fór illa með dauðafæri í leiknum en heilt yfir mjög flottur varnarlega og sóknarlega.

Daníel Laxdal - 7
Flottur í hjartanu með Brynjari. Hélt Tomas Mikkelsen niðri.

Hilmar Árni Halldórsson - 7
Stendur alltaf fyrir sínu í föstu leikatriðum, hættulegur þar. Þess utan náði hann ekki að töfra einhverja veislu fram.

Þorsteinn Már Ragnarsson - 5
Var skipt útaf á 75. mínútu. Náði ekki að setja mark sitt á sóknarleik Stjörnunnar í dag.

Þórarinn Ingi Valdimarsson - 7
Þvílíkt þol sem drengurinn hefur. Var upp og niður allann leikinn og blés valla úr nös.

Eyjólfur Héðinsson - 6
Hélt yfirvegun inná miðsvæðinu í dag. Klókur í sínum aðgerðum.

Alex Þór Hauksson - 6
Vinnusamur að vanda.

Varamenn
Ævar Ingi Jóhannesson 6-
Kom ferskur inn. Hefði getað klárað þetta fyrir Stjörnuna undir lok framlengingunnar.

Guðmundur Steinn Hafsteinsson - 7
Skoraði mark Stjörnunnar undir lok venjulegs leiktíma þegar hann var dæmdur rangstæður umdeild. Kom virkilega sterkur inn.

Sölvi Snær Guðbjargarson
Spilaði ekki nógu lengi til þess að fá einkunn.

Breiðablik

Gunnleifur Gunnleifsson - 8
Átti heimsklassa vörslu undir lok fyrri hálfleiks og hélt uppteknum hætti í þeim síðari. Gamli kallinn magnaður í kvöld.

Damir Muminovic - 7
Stendur alltaf fyrir sínu. Mjög góður í dag.

Elfar Freyr Helgason - 6
Fór meiddur útaf á 60. mínútu. Stóð vaktina vel á meðan hann var var inná.

Jonathan Hendrickx - 6
Fór meiddur útaf í leiknum en fyrir það flottur í vængbakverðinum.

Thomas Mikkelsen - 6
Hefur átt betri leiki fyrir Breiðablik. Sprækur framan af.

Oliver Sigurjónsson - 7
Batt sóknar og varnarlínu Blika saman. Mjög sterkur í kvöld.

Gísli Eyjólfsson - 6
Ekki góður í fyrri hálfleik en vann sig inn í leikinn í þeim síðari.

Davíð Kristján Ólafsson - 6
Flottur varnalega. Gat lítið sóknarlega

Willum Þór Willumsson - 6
Byrjaði leikinn inná miðju en færður út á vinstri kant í þeim síðari. Náði ekki að skapa nægilega mikið til þess að verðskulda hærri einkunn. Alltaf sprækur

Viktor Örn Margeirsson - 6
Mjög fínn í hjarta varnarinnar í dag áður en hann fór meiddur útaf í framlengingunni.

Andri Rafn Yeoman - 6
Fínn á miðjunni í dag, ekki meira en það. Sást lítið til hans.


Varamenn
Kolbeinn Þórðarson - 6
Kom með ferskan blæ inn í leikinn. Lét til sín taka.

Arnþór Ari Atlason - 5
Allt í lagi, ekki gott.

Guðmundur Böðvar Guðmundsson - 6
Kom inní varnarlínuna í framlengingunni. Stóð vaktina fínt.

Arnór Gauti Ragnarsson
Spilaði ekki nógu lengi til þess að fá einkunn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner