Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 15. september 2018 13:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Liverpool með frábæran sigur á Tottenham
Fullkomin byrjun Liverpool heldur áfram
Liverpool er með fullt hús stiga.
Liverpool er með fullt hús stiga.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Tottenham 1 - 2 Liverpool
0-1 Georginio Wijnaldum ('39 )
0-2 Roberto Firmino ('54 )
1-2 Erik Lamela ('90 )

Þegar Liverpool mætti Tottenham á Wembley 22. október á síðasta ári var niðurstaðan auðveldur 4-1 sigur Tottenham. Í dag mættust liðin í ensku úrvalsdeildinni, á Wembley og óhætt er að segja að það hafi verið allt annað að sjá Liverpool-liðið í dag.

Liverpool byrjaði af miklum krafti og eftir aðeins rúmar 40 sekúndur skoraði Roberto Firmino. Markið var hins vegar dæmt af vegna rangstöðu.

Tottenham tókst að vinna sig meira inn í leikinn eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn en það var Liverpool sem komst yfir á 39. mínútu. Georginio Wijnaldum skoraði þá eftir hornspyrnu. Michel Vorm greip boltann þegar hann var kominn inn í markið. Þetta var fyrsta markið sem Wijnaldum skorar á útivelli í ensku úrvalsdeildinni.


Staðan var 1-0 í hálfleik en í upphafi þess seinni kom annað mark Liverpool og það gerði Roberto Firmino. Michel Vorm mistókst að handsama boltann eftir að Jan Vertonghen tæklaði hann í stöngina. Firmino var fljótur að bregðast við og skoraði.

Tottenham náði ekki að ógna mikið en þeir minnkuðu muninn á annarri mínútu uppbótartímans. Erik Lamela gerði það en markið kom einfaldlega of seint.

Son Heung-min fékk reyndar ákjósanlegt færi áður en flautað var af. Hann náði ekki skotinu en vildi fá vítaspyrnu. Liverpool slapp.

Hvað þýða þessi úrslit?
Liverpool er með fullt hús stiga eftir fimm leiki. Tottenham hefur tapað tveimur í röð og er með níu stig. Þetta er í þriðja sinn í sögu Liverpool þar sem liðinu tekst að vinna fyrstu fimm leiki sína í efstu deild Englands. Það gerðist síðast 1990.


Athugasemdir
banner
banner
banner