Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 15. september 2018 20:30
Gunnar Logi Gylfason
Hazard sá fjórði til að skora fleiri en eina þrennu fyrir Chelsea
Mynd: Getty Images
Eden Hazard skoraði sína aðra tvennu fyrir Chelsea í dag.

Hazard skoraði þrjú mörk gegn Cardiff í 4-1 sigri liðsins þar sem gestirnir frá Wales komust yfir snemma í leiknum.

Hazard er nú kominn í hóp nokkurra goðsagna hjá félaginu sem hafa skorað fleiri en eina þrennu fyrir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni.

Hann er aðeins sá fjórði til að ná þeim áfanga en ef hann nær annarri þrennu þá jafnar hann hina þrjá.

Hinir þrír eru Didier Drogba, sem lék með félaginu árin 2004-2012, þar sem hans síðasta verk var að tryggja félaginu eina Meistaradeildartitilinn í sögunni, áður en hann kom aftur tímabilið 2014-2015.

Jimmy-Floyd Hasselbaink, sem var hjá félaginu frá 2000-2004 og myndaði flott framherjapar með Eiði Smára Guðjohnsen.

Sá síðasti af hinum þremur er ekki ómerkilegri maður en Frank Lampard. Lampard gekk til liðs við Chelsea árið 2001 og lék með þeim til ársins 2014. Hann spilaði yfir 400 leiki fyrir félagið á þessum árum.



Athugasemdir
banner
banner