Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 15. september 2018 08:00
Magnús Már Einarsson
Hjalti Kristjáns metur úrslitaleikina í 4. deild í prósentum
Hjalti Kristjánsson.
Hjalti Kristjánsson.
Mynd: Fótbolti.net - Vilbogi M. Einarsson
Úrslitaleikurinn í 4. deild karla og leikurinn um 3. sætið fara fram klukkan 14:00 í dag.

Reynir og Skallagrímur mætast í úrslitaleik á Nettóvellinum í Reykjanesbæ á meðan Álftanes og Kórdrengir leika um 3. sætið á Ásvöllum.

Til mikils er að vinna í leiknum um 3. sætið en það gefur sæti í 3. deildinni að ári vegna fjölgunar þar.

Hjalti Kristjánsson, sem þjálfaði KFS í áraraðir, þekkir 4. deildina inn og út. Hjalti notaði reikniformúlu til að reikna út líklegustu úrslit í leikjunum í dag og líkur liðanna á sigri. Niðurstaðan er hér að neðan.

Reynir - Skallagrímur
Líklegustu úrslit 4-3.
Líkur á 1: 33%
Líkur á X: 36%,
Líkur á 2: 31%.
Líkur á 0-0=5%.

Álftanes - Kórdrengir
Líklegustu úrslit 2-3
Líkur á 1 41%
Líkur á X: 22%
Líkur 2: 37%.
Líkur á 0-0=6%.
Athugasemdir
banner
banner
banner