Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 15. september 2018 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland um helgina - Úrslitaleikur Mjólkurbikarsins á Laugardalsvelli
Stjarnan er enn lifandi í titilbaráttunni og keppir úrslitaleik í kvöld.
Stjarnan er enn lifandi í titilbaráttunni og keppir úrslitaleik í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Blikar þrá að hampa bikarnum í sumar.
Blikar þrá að hampa bikarnum í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er ótrúlega spennandi helgi framundan í íslenska boltanum og er stærsti leikur helgarinnar á Laugardalsvelli í kvöld.

Stjarnan mætir þar Blikum í úrslitaleik Mjólkurbikarsins, en liðin hafa verið í harðri baráttu við Val um Íslandsmeistaratitilinn í sumar.

Næstsíðasta umferð Inkasso-deildarinnar fer fram í dag og getur ÍA tryggt sér sæti í Pepsi-deildinni með sigri á Selfossi. Sigur Skagamanna myndi svo gott sem fella Selfyssinga, sem eru þremur stigum frá öruggu sæti.

Ólsarar halda í vonina um að komast í Pepsi þrátt fyrir að vera fimm stigum frá Skagamönnum. Þeir fá Njarðvíkinga í heimsókn á meðan topplið HK getur tryggt sæti í Pepsí með stigi gegn ÍR.

Spennan í 2. deildinni er ótrúleg þar sem eru einnig tvær umferðir eftir. Toppliðin fimm berjast þar um efstu tvö sætin, en aðeins fjögur stig skilja liðin að. Tvö stig skilja fyrsta sætið að frá því fjórða.

Þá ráðast úrslitin í 3. deild þar sem lokaumferðin fer fram í dag. KFG, KV og Vængir Júpíters eru þar í baráttu um að komast upp um deild og eiga þau öll heimaleiki. Þá eru úrslitaleikir 4. deildarinnar einnig í dag, þar sem Álftanes og Kórdrengir berjast um síðasta lausa sætið í 3. deild.

Á sunnudaginn fara fjórir leikir fram í Pepsi-deild karla og á mánudaginn er það heil umferð í Pepsi-deild kvenna. Þar getur Breiðablik tryggt sér titilinn með sigri gegn Selfossi.

Allar stöðutöflur er hægt að sjá fyrir neðan fréttina.

Laugardagur:
Mjólkurbikar karla
19:15 Stjarnan-Breiðablik (Laugardalsvöllur)

Inkasso-deildin:
14:00 Selfoss-ÍA (JÁVERK-völlurinn)
14:00 Víkingur Ó.-Njarðvík (Ólafsvíkurvöllur)
14:00 Þróttur R.-Þór (Eimskipsvöllurinn)
14:00 Leiknir R.-Haukar (Leiknisvöllur)
14:00 HK-ÍR (Kórinn)
14:00 Magni-Fram (Grenivíkurvöllur)

2. deild karla
14:00 Afturelding-Leiknir F. (Varmárvöllur)
14:00 Huginn-Tindastóll (Fellavöllur)
14:00 Vestri-Þróttur V. (Olísvöllurinn)
14:00 Víðir-Kári (Nesfisk-völlurinn)
14:00 Fjarðabyggð-Grótta (Eskjuvöllur)
14:00 Völsungur-Höttur (Húsavíkurvöllur)

3. deild
14:00 KF-Dalvík/Reynir (Ólafsfjarðarvöllur)
14:00 KFG-KV (Samsung völlurinn)
14:00 KH-Augnablik (Valsvöllur)
14:00 Vængir Júpiters-Sindri (Fjölnisvöllur - Gervigras)
14:00 Ægir-Einherji (Þorlákshafnarvöllur)

4. deild - Úrslit
14:00 Álftanes-Kórdrengir (Ásvellir)
14:00 Reynir S.-Skallagrímur (Nettóvöllurinn)

Sunnudagur:
Pepsi-deild karla
14:00 KR-Keflavík (Alvogenvöllurinn)
14:00 Víkingur R.-FH (Víkingsvöllur)
14:00 Grindavík-Fjölnir (Grindavíkurvöllur)
17:00 Valur-ÍBV (Origo völlurinn)

Mánudagur:
Pepsi-deild kvenna
17:00 ÍBV-HK/Víkingur (Hásteinsvöllur)
17:00 Breiðablik-Selfoss (Kópavogsvöllur)
17:00 Þór/KA-Valur (Þórsvöllur)
17:00 KR-Grindavík (Alvogenvöllurinn)
17:00 FH-Stjarnan (Kaplakrikavöllur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner