Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 15. september 2018 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Kom að Messi hágrátandi í geymsluherberginu
Mynd: Getty Images
Lionel Messi er einn af bestu leikmönnum knattspyrnusögunnar en aldrei hefur honum tekist að vinna stórmót með argentínska A-landsliðinu.

Messi hefur unnið allt sem er í boði með Barcelona en er sem stendur í fríi frá argentínska landsliðinu eftir að hafa dottið út í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins í sumar.

Argentína tapaði fyrir Þýskalandi í úrslitaleik HM 2014 og komst svo í úrslitaleik Copa America ári síðar. Þar tapaði liðið fyrir Síle í vítaspyrnukeppni og komst aftur í úrslit gegn Síle á næsta ári og tapaði aftur í vítaspyrnukeppni.

Elvio Paolorosso, þjálfari hjá Argentínu undir stjórn Gerardo Martino, kom að Messi eftir tapið.

„Andrúmsloftið í klefanum var mjög vont, en það versta gerðist um nóttina. Klukkan var um tvö þegar ég fór í geymsluherbergið og fann Leo aleinan þar inni. Hann var hágrátandi, eins og barn sem hafði misst móður sína," sagði Paolorosso.

„Hann var ónýtur og engin leið til að hugga hann. Ég faðmaði hann og við grétum smá saman."

Þjálfarinn segist ekkert nema gott hafa að segja um Messi sem persónu. Hann starfaði bæði með honum undir stjórn Tata Martino hjá Argentínu og Barcelona.
Athugasemdir
banner
banner
banner