Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 15. september 2018 10:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man Utd þyrfti að gefa Mónakó 50% af ágóðanum
Powerade
Anthony Martial í leik með Manchester United. Hann hefur ekki fengið mikinn spiltíma hjá Jose Mourinho.
Anthony Martial í leik með Manchester United. Hann hefur ekki fengið mikinn spiltíma hjá Jose Mourinho.
Mynd: Getty Images
Tottenham missti víst af tækifæri til að kaupa Asensio.
Tottenham missti víst af tækifæri til að kaupa Asensio.
Mynd: Getty Images
Icardi er orðaður við Man Utd.
Icardi er orðaður við Man Utd.
Mynd: Getty Images
Það er komið að slúðri dagsins í boði Powerade. BBC tók saman þessa mola.



Manchester United vill ekki selja Anthony Martial (22) þar sem félagið myndi skulda Mónakó, fyrrum félagi Martial, 50% af ágóðanum frá sölu hans. Man Utd myndi því líklega ekki græða mikið á sölunni. (Sun)

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segir að Kevin de Bruyne sé ekki með riftunarverð í samningi sínum. Guardiola gaf það út við spænskan blaðamann að De Bruyne væri með 250 milljón evra klásúlu en Guardiola sagði á blaðamannafundi að blaðamaðurinn hefði misskilið sig. (Manchester Evening News)

Fulham vill gera nýjan samning við hinn efnilega Ryan Sessegnon (18). Fulham hefur líka áhuga á því að endursemja við markvörðinn Marcus Bettinelli (26), sem var kallaður inn í enska landsliðshópinn fyrr í þessum mánuði. (Sun)

Jose Mourinho, stjóri Man Utd, vill kaupa sóknarmanninn Mauro Icardi (25) frá Inter á Ítalíu. (Le10sport)

Arsenal hefur haft samband við umboðsmann Nicolas Pepe (23), sem er sóknarmaður Lille í Frakklandi. Hann er metinn á 30 milljónir punda. (Le10sport)

Maurizio Sarri telur ekki að Chelsea muni vinna Englandsmeistaratitilinn á þessu tímabili, á fyrsta tímabili Sarri. Hann telur að baráttan verði á milli Liverpool og Manchester City. (London Evening Standard)

Tottenham átti möguleika á því að kaupa Marco Asensio (22) árið 2014 en hann hafnaði því tækifæri. Asensio er í dag að slá í gegn með Real Madrid. (Mundo Deportivo)

Nuno Espirito Santo, stjóri Wolves, segir það ekki rétt að hann og Ruben Neves, miðjumaður liðsins, séu á förum. (Express & Star)

Steve Bruce, stjóri Aston Villa, hefur staðfest áhuga á að fá John Terry (37) aftur til félagsins en fjárhagsmál gætu komið í veg fyrir að það gerist. Terry var fyrirliði Villa á síðustu leiktíð en er án liðs í augnablikinu. (Birmingham Mail)

Everton gæti átt yfir höfði sér þunga refsingu ef í ljós kemur að félagið ræddi ólöglega við knattspyrnustjórann Marco Silva þegar hann stýrði enn Watford. Everton gæti líka fengið refsingu fyrir að ræða ólöglega við ungan strák sem spilar í dag fyrir Manchester United. (Telegraph)

Pep Guardiola er til í að þjálfa landslið í framtíðinni en býst ekki við því að þjálfa spænska landsliðið. (Times)

Rafa Benitez, stjóri Newcastle, telur að Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, eigi að prófa að velja Jonjo Shelvey (26), miðjumann Newcastle, í enska landsliðið. (Guardian)

Benitez segist ekki sjá eftir sölu Newcastle á sóknarmanninum Aleksandar Mitrovic (23) til Fulham í sumar. (Telegraph)

Ítalska félagið Napoli er að skoða hvernig félagið getur fjármagnað nýjan leikvang. Möguleiki er að nýr völlur verði fjármagnaður af McDonald's og verði í kjölfarið nefndur í höfuðið á skyndibitakeðjunni. (Cronache di Napoli)
Athugasemdir
banner
banner