Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 15. september 2018 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Pochettino: Eins og að fara í göngutúr með barninu mínu
Tottenham hefur endað í þremur efstu sætum úrvalsdeildarinnar síðustu þrjú tímabil undir stjórn Pochettino.
Tottenham hefur endað í þremur efstu sætum úrvalsdeildarinnar síðustu þrjú tímabil undir stjórn Pochettino.
Mynd: Getty Images
Mauricio Pochettino vill að sýnir menn sýni meiri grimmd og sigurvilja heldur en í tapinu gegn Watford í síðustu umferð.

Pochettino er allt annað en sáttur með frammistöðu sinna manna gegn Watford og hefur hann látið leikmenn sína heyra það óþvegið.

„Þetta var eins og að fá blauta tusku í andlitið og við komum beint aftur niður í raunveruleikann. Við spiluðum fyrri hálfleikinn eins og vináttuleik, þetta snerist um hugarfar, ekki leikskipulag," sagði Pochettino um tapið gegn Watford.

„Ef okkur mun einnig skorta einbeitingu og vilja gegn Liverpool á Wembley þá endar þetta illa. Þetta snýst um hugarfar, við verðum að vera grimmir og sækja sigurinn."

Tottenham komst yfir gegn Watford en heimamenn sneru stöðunni sér í hag á sjö mínútna kafla í síðari hálfleik.

„Ef þið horfið á Watford leikinn þá sjáið þið hvað við spiluðum hægt og illa. Það var eins og leikmenn væru utan við sig.

„'Vá hvað þetta er fallegur eftirmiðdagur í Watford. Elton John er á pöllunum...'. Þetta var eins og að fara í göngutúr í Hyde Park með barninu mínu.

„Við verðum að halda einbeitingu í 95 mínútur ef við ætlum að vinna leiki. Ef maður sýnir vanvirðingu og gleymir sér, þá borgar maður fyrir það."


Að lokum ýjaði Pochettino að því að sínir menn hafi vanmetið Watford og þess vegna ekki mætt nógu grimmir til leiks.

„Þegar andstæðingurinn er neðar en þú þá verður fólk stundum ringlað. Að sýna andstæðingnum virðingu er að skora eitt, tvö, þrjú, fjögur, fimm, tíu mörk. Að sýna þeim vanvirðingu er að komast yfir og byrja að spila hægan bolta því þeir eru hvort sem er svo lélegir.

„Við verðum að mæta grimmir í hvern einasta leik og megum aldrei missa einbeitingu. Bara þannig getum við unnið, þannig skil ég fótbolta."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner