Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 15. september 2018 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Richarlison var tilbúinn að hætta í fótbolta
Mynd: Getty Images
Richarlison gekk í raðir Everton í sumar fyrir 50 milljónir punda. Richarlison er frá Brasilíu en í samtali við spænska dagblaðið AS segir hann frá því að hann hafi verið mjög nálægt því að gefa drauminn um að verða atvinnumaður í fótbolta upp á bátinn.

Richarlison átti í vandræðum með að finna félag sem vildi hann þegar hann var yngri. „Ég er ekki með nægilega marga fingur til að telja upp félögin sem höfnuðu mér," segir Richarlison.

„Ég var tilbúinn að hætta í fótbolta, en ég hengdi ekki haus og fór til Belo Horizonte. Ég fór þangað og átti aðeins pening fyrir miðanum þangað, ég átti ekki pening fyrir miða aftur heim. Ég æfði með America MG, en ef ég hefði ekki náð að sanna mig þar þá hefði ég ekki átt pening til að komast aftur heim," sagði Richarlison en heimahagar hans voru í 600 kílómetra fjarlægð.

„Ég gaf allt mitt á þessari æfingu og mér tókst að sanna mig. Ef ég hefði gefist upp eftir fyrstu neitunina þá væri ég ekki á þeim stað þar sem ég er í dag."

Richarlison hefur áður talað um erfiðleika í sínu lífi en hraður uppgangur hefur verið hjá honum síðustu ár.

Hann er í dag hjá Everton og er byrjaður að spila fyrir brasilíska landsliðið. Hann skoraði tvö mörk í sínum öðrum landsleik í vikunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner