Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 15. september 2018 13:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Rúrik byrjaði á bekknum í svekkjandi jafntefli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason byrjaði á bekknum þegar Sandhausen mætti Darmstadt 98 í þýsku B-deildinni í dag.

Sandhausen komst yfir í upphafi seinni hálfleiks en Rúrik kom inn á stuttu síðar, á 54. mínútu.

Sandhausen virtist ætla að taka sigurinn, sinn fyrsta sigur á tímabilinu, þangað til komið var fram í uppbótartíma en þá jöfnuðu heimamenn Í Darmstadt.

Gífurlega svekkjandi fyrir Rúrik og félaga sem eru aðeins með tvö stig eftir fyrstu fimm leiki tímabilsins. Liðið er í 16. sæti af 18 liðum.

Rúrik var í íslenska landsliðshópnum sem mætti Sviss og Belgíu í Þjóðadeildinni. Niðurstaðan gegn Sviss var 6-0 tap í leik sem Rúrik byrjaði. Leikurinn gegn Belgíu tapaðist 3-0 á Laugardalsvelli, fyrsti tapleikurinn í mótsleik á Laugardalsvelli í fimm ár.
Athugasemdir
banner
banner