Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   mið 15. september 2021 08:10
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bestur í 2. deild: Tvö mörk gegn besta liði deildarinnar
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Leikmaður 21. umferðar í 2. deild karla að mati Ástríðunnar var Angantýr Máni Gautason, leikmaður Magna.

Angantýr skoraði bæði mörk liðsins í jafntefli á útivelli gegn meisturunum í Þrótti Vogum.

„Tvö mörk í Vogunum á móti Þrótti í alvöru partýi þar, aðeins eitt stig dugði að lyfta bikarnum en Angantýr lét þá vera með súrt bragð í munninum í bikarathöfninni, það er skellur að fá mark á sig á 89. mínútu og fara svo að lyfta bikarnum. Hann skorar tvö mörk og á helvíti góðan leik gegn besta liðinu í deildinni," sagði Sverrir Mar.

„Hann er búinn að eiga virkilega flott tímabil, kemur frá Dalvík/Reyni, hann er búinn að skora fjögur mörk og verið virkilega flottur."

Lokaumferð deildarinnar fer fram á laugardaginn. Magni leikur gegn Kára sem er í neðsta sæti deildarinnar en Magni er í 5. sæti og gæti í besta falli endað í 3. sæti og í versta falli 7. sæti.

Bestir í fyrri umferðum:
1. umferð: Axel Kári Vignisson (ÍR)
2. umferð: Marinó Hilmar Ásgeirsson (Kári)
3. umferð: Ruben Lozano (Þróttur V.)
4. umferð: Dagur Ingi Hammer (Þróttur V.)
5. umferð: Hörður Sveinsson (Reynir Sandgerði)
6. umferð: Marteinn Már Sverrisson (Leiknir F.)
7. umferð: Sæþór Olgeirsson (Völsungur)
8. umferð: Kenneth Hogg (Njarðvík)
9. umferð: Bjarki Björn Gunnarsson (Þróttur V.)
10. umferð: Reynir Haraldsson (ÍR)
11. umferð: Oumar Diouck (KF)
12. umferð: Santiago Feuillassier Abalo (Völsungur)
13. umferð: Völsungsliðið
14. umferð: Aron Óskar Þorleifsson (ÍR)
15. umferð: Ivan Prskalo (Reynir S.)
16. umferð: Bergvin Fannar Helgason (ÍR)
17. umferð: Sæþór Ívan Viðarsson (Reynir Sandgerði)
18. umferð: Guðni Sigþórsson (Magni)
19. umferð: Frosti Brynjólfsson (Haukar)
20. umferð: Rúnar Gissurarson (Reynir Sandgerði)
Ástríðan - Húsavík nötraði og Höttur/Huginn tryggði sig upp
Athugasemdir
banner
banner
banner