fim 15. september 2022 15:29
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið Man Utd í Moldóvu: Ronaldo leiðir línuna
Zimbru leikvangurinn í Moldóvu þar sem leikurinn fer fram.
Zimbru leikvangurinn í Moldóvu þar sem leikurinn fer fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan 16:45 hefst leikur Sheriff Tiraspol og Manchester United í Moldóvu en leikurinn er í E-riðli Evrópudeildarinnar.

Manchester United tapaði gegn Real Sociedad í fyrstu umferð riðilsins en Sheriff vann 3-0 útisigur gegn Omonia í Nikósíu í Kýpur.

Marcus Rashford ferðaðist ekki með Manchester United til Moldóvu þar sem hann er að glíma við vöðvameiðsli. Cristiano Ronaldo er í fremstu víglínu.

Byrjunarlið Man Utd: De Gea, Dalot, Varane, Martinez, Malacia, McTominay, Eriksen, Antony, Fernandes, Sancho, Ronaldo.

(Varamenn: Heaton, Vitek, Lindelof, Maguire, Fred, Casemiro, Shaw, Elanga, Garnacho, Iqbal, McNeill)


Leikir dagsins:

Evrópudeildin:

A-riðill
19:00 Arsenal - PSV LEIK FRESTAР
19:00 Bodo-Glimt - Zurich

B-riðill
19:00 Dynamo K. - AEK Larnaca
19:00 Rennes - Fenerbahce

C-riðill
19:00 Betis - Ludogorets
19:00 Roma - HJK Helsinki

D-riðill
19:00 St. Gilloise - Malmo FF
19:00 Braga - Union Berlin

E-riðill
16:45 Real Sociedad - Omonia
16:45 Sherif - Man Utd

F-riðill
16:45 Midtjylland - Lazio
16:45 Feyenoord - Sturm

G-riðill
16:45 Olympiakos - Freiburg
16:45 Qarabag - Nantes

H-riðill
16:45 Trabzonspor - Rauða stjarnan
16:45 Mónakó - Ferencvaros


Athugasemdir
banner
banner
banner