fim 15. september 2022 21:04
Brynjar Ingi Erluson
Evrópudeildin: Alfons í sigurliði - Belotti og Dybala skoruðu er Roma vann HJK Helsinki
Alfons Sampsted spilaði í sigri Bodö/Glimt
Alfons Sampsted spilaði í sigri Bodö/Glimt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Paulo Dybala skoraði fyrir Roma
Paulo Dybala skoraði fyrir Roma
Mynd: EPA
Union Berlin hefur tapað báðum leikjum sínum í riðlakeppninni
Union Berlin hefur tapað báðum leikjum sínum í riðlakeppninni
Mynd: EPA
Íslenski landsliðsmaðurinn Alfons Sampsted og hans menn í Bodö/Glimt unnu Zürich, 2-1, í Evrópudeildinni í kvöld. Roma vann þá öruggan 3-0 sigur á HJK frá Helsinki.

Alfons spilaði allan leikinn í vörn Bodö/Glimt sem vann Zürich 2-0 en liðið komst yfir með sjálfsmarki norska leikmannsins Ola Selnæs áður en liðið tvöfaldaði forystu sína. Gestirnir minnkuðu muninn þegar níu mínútur voru eftir en lengra komst Zürich ekki.

Bodö/Glimt er í efsta sæti A-riðils með 4 stig en leik Arsenal og PSV var frestað í sama riðli.

Í C-riðli vann Roma 3-0 sigur á HJK Helsinki. Paulo Dybala, Lorenzo Pellegrini og Andrea Belotti skoruðu fyrir Roma sem vann fyrsta leik sinn í riðlakeppninni.

Union Berlín tapaði þá óvænt fyrir Braga, 1-0, í D-riðlinum. Union hefur tapað báðum leikjum sínum í riðlinum.

A-riðill:

Bodo-Glimt 2 - 1 Zurich
1-0 Ole Selnaes ('54 , sjálfsmark)
2-0 Hugo Vetlesen ('58 )
2-1 Donis Avdijaj ('81 )

B-riðill:

Dynamo K. 0 - 1 AEK Larnaca
0-1 Adam Gyurcso ('8 )

Rennes 2 - 2 Fenerbahce
1-0 Martin Terrier ('52 )
2-0 Lovro Majer ('54 )
2-1 Irfan Kahveci ('60 )
2-2 Enner Valencia ('90 , víti)
Rautt spjald: Hamari Traore, Rennes ('83)

C-riðill:

Betis 3 - 2 Ludogorets
1-0 Luiz Henrique ('25 )
2-0 Joaquin ('39 )
2-1 Kiril Despodov ('45 )
3-1 Sergio Canales ('59 )
3-2 Rick ('74 )

Roma 3 - 0 HJK Helsinki
1-0 Paulo Dybala ('47 )
2-0 Lorenzo Pellegrini ('49 )
3-0 Andrea Belotti ('68 )
Rautt spjald: Miro Tenho, HJK Helsinki ('15)

D-riðill:

St. Gilloise 3 - 2 Malmo FF
0-1 Joseph Ceesay ('6 )
1-1 Christian Burgess ('17 )
1-2 Thelin Isaac Kiese ('57 )
2-2 Teddy Teuma ('69 )
3-2 Victor Boniface ('71 )

Braga 1 - 0 Union Berlin
1-0 Vitinha ('77 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner