Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 15. október 2020 14:00
Magnús Már Einarsson
Jói Berg ætti að ná næsta leik Burnley
Jóhann Berg í leiknum gegn Rúmenum.
Jóhann Berg í leiknum gegn Rúmenum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sean Dyche, stjóri Burnley, staðfesti á fréttamannafundi í dag að Jóhann Berg Guðmundsson verði líklega klár í slaginn þegar liðið heimsækir WBA í ensku úrvalsdeildinni á mánudaginn.

Jóhann Berg spilaði með Íslandi gegn Rúmeníu í síðustu viku en hann var síðan hvíldur gegn Dönum á sunnudag vegna smávægilegra meiðsla á nára.

Á mánudaginn fór Jóhann Berg aftur til Englands og Dyche er bjartsýnn á að hann verði klár fyrir leikinn gegn WBA.

Jóhann Berg hefur verið mikið frá vegna meiðsla undanfarið árið en hann verður nú klár fyrir leik Burnley á mánudaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner