fim 15. október 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Yngstir í 100 landsleikja klúbbinn hjá Danmörku
Christian Eriksen.
Christian Eriksen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Christian Eriksen og Simon Kjær spiluðu báðir sinn 100. landsleik fyrir Danmörku í gær þegar liðið spilaði við England á Wembley í Þjóðadeildinni.

Kjær er 31 árs varnarmaður og fyrirliði danska liðsins. Eriksen er 28 ára miðjumaður.

Þeir spiluðu báðir 99. landsleikinn í 3-0 sigri á Íslandi þar sem Eriksen var á skotskónum og Kjær átti mikinn þátt í fyrsta markinu, sem var þó umdeilt í ljósi þess að erfitt var að sjá hvort allur boltinn hefði farið inn.

Eriksen er yngsti leikmaðurinn í sögu danska landsliðsins til að spila 100 leiki og Kjær sá næstyngsti. Leikjahæsti leikmaður Danmerkur er Peter Schmeichel sem spilaði 129 landsleiki.

Það hefur aðeins einn leikmaður spilað 100 landsleiki fyrir Ísland, en það er Rúnar Kristinsson sem spilaði 104 landsleiki. Ragnar Sigurðsson er næst leikjahæstur og hefur spilað 96 landsleiki.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner