Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Davíð Smári: Óþæginlegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
   fös 15. október 2021 12:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Birnir í skýjunum: Víkingur er að styrkja sig með því að fá mig
Vil mikið vera með boltann í löppunum
Arnar Gunnlaugs og Birnir.
Arnar Gunnlaugs og Birnir.
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Steinke
Birnir skoraði sex mörk með HK í sumar.
Birnir skoraði sex mörk með HK í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Birnir Snær Ingason gekk í dag formlega í raðir Víkings en hann er keyptur til félagsins frá HK. Birnir skrifar undir tveggja ára samning við Víking.

Sjá einnig:
Segir að Birnir sé með klásúlu upp á 3,2 milljónir

Birnir var kynntur sem leikmaður Víkings í dag og ræddi hann við Fótbolta.net í kjölfarið.

„Ég er í skýjunum, þetta er geggjuð tilfinning að vera í Íslandsmeistaraliði. Það er frábært þótt HK tímarnir hafi verið mjög góðir en enduðu ekki vel, það voru vonbrigði. Það er geggjað að vera kominn til Víkings," sagði Birnir.

Tilkynnt var á fundinum að Víkingur hefði lengi fylgst með Birni og eins og frægt er orðið þá bauð Víkingur í Birni í sumar en fékk neitun frá HK. Ertu búinn að bíða lengi eftir því að komast í Víkingstreyjuna?

„Það má nú alveg segja það. Já og nei, mig langar að vera í liði sem berst um titla og ég held ég sé á réttum stað. Nei, ég var ekki beint ósáttur, auðvitað vill maður spila hjá liði sem er að berjast á toppnum en ég sá bara stöðuna sem HK var í og það var erfitt að hoppa frá félaginu í bullandi fallbaráttu."

„Mig langar að spila skemmtilegan bolta, vil halda boltanum og viðurkenni að ég vil mikið vera með boltann í löppunum. Víkingur spilar út frá markmanni, spilar með jörðinni og ég held það sé fullkomið fyrir mig."


Víkingur getur unnið tvennuna á morgun. Það verður erfitt að gera betur en að ná þeim árangri.

„Það verður mjög erfitt, þetta er besta liðið á landinu eins og er en það reyna allir að styrkja sig eftir hvert einasta tímabil. Íslandsmeistaraliðin þurfa líka að gera það og ég held þeir séu að gera það núna," sagði Birnir.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan
Athugasemdir
banner