Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 15. október 2021 10:28
Hafliði Breiðfjörð
Curtis Jones sneri til baka meiddur úr landsleikjahléi
Curtis Jones kom til baka meiddur úr landsleikjahléi.
Curtis Jones kom til baka meiddur úr landsleikjahléi.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp knattspyrnustjóri Liverpool var allt annað en sáttur á fréttamannafundi sem hann hélt í morgun fyrir leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni.

Liverpool mætir Watford klukkan 11:30 í fyrramálið og Klopp byrjaði fréttamannnafundirnn í morgun á að gagnrýna tímasetningu leiksins enda verður liðið án Alisson og Fabinoh sem spiluðu í Brasilíu í nótt. Hann beindi reiði sinni svo að U21 liði Englands.

„Fyrst við erum að tala um Knattspyrnusambönd. Curtis Jones kom til baka frá U21 landsliði Englands meiddur. Frábært!" sagði hann.

„Það er erfitt að ná sambandi við þá. Þeir spiluðu við Andorra. Það var virkilega mikilvægt að hann spilaði þar."

Jones hafið verið meiddur á nára og misst af leik liðsins gegn Slóveníu í landsleikjaglugganum en kom svo inná á 57. mínútu gegn Andorra og lagði upp sigurmarkið í leiknum 10 mínútum síðar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner