Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 15. nóvember 2017 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Cech: Tottenham þarf að vinna eitthvað
Cech með Samfélagsskjöldinn.
Cech með Samfélagsskjöldinn.
Mynd: Getty Images
Petr Cech, markvörður Arsenal, segir að Tottenham verði að vinna eitthvað til þess að geta kallað sig „stærra lið" en Arsenal.

Tottenham tókst að lenda ofar en Arsenal í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, en það var í fyrsta sinn í 22 ár sem það gerðist.

Aðspurður að því hvort Tottenham væri nú stærra lið en Arsenal sagði Cech: „Nei, ég tel að svo sé ekki."

„Það mikilvægasta fyrir okkur er að vinna ensku úrvalsdeildina og ná árangri. Við erum ekki að keppa gegn Tottenham. Markmiðið okkar er að vinna ensku úrvalsdeildina"

„Tottenham hefur verið að berjast á toppnum undanfarin tímabil, en þeir verða að vinna eitthvað til að taka næsta skref. Árangur er á endanum mældur í titlum."

Tottenham og Arsenal mætast á laugardaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner