Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 15. nóvember 2018 09:00
Magnús Már Einarsson
Aron: Tímaspursmál hvenær þetta smellur saman
Icelandair
Aron og Þorgrímur Þráinsson spjalla saman í Belgíu.
Aron og Þorgrímur Þráinsson spjalla saman í Belgíu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Einar Gunnarsson spilar sinn fyrsta landsleik síðan á HM þegar Ísland mætir Belgíu í Þjóðadeildinni klukkan 19:45 í kvöld. Íslenska landsliðið hefur ekki unnið alvöru leik árið 2018 en Aron telur að það sé einungis tímaspursmál hvenær liðið kemst á skrið á nýjan leik.

„Við þurfum að einbeita okkur að sjálfum okkur því við viljum standa okkur vel á stærsta sviðinu. Það er bara tímaspursmál hvenær þetta smellur aftur saman hjá okkur," sagði Aron á fréttamannafundi í gær.

„Þetta hefur verið erfitt. Við höfum verið að mæta erfiðum andstæðingum."

„Sjálfstraustið hefur verið svolítð lágt og það gerist í fótboltanum. Við höfum lent í meiðslum en við getum ekki falið okkur bakvið það. Við þurfum að standa okkur betur."

„Það er engin ein astæða fyrir þvi að við erum ekki að standa okkur vel. Það eru margar ástæður. Það tekur tími að byggja liðið upp aftur og ná sjálfstrausti. Það verður áhugavert að sjá á morgun (í dag) þegar leikmenn sem hafa ekki verið að spila fá tækifæri."

Athugasemdir
banner
banner