fim 15. nóvember 2018 21:40
Fótbolti.net
Einkunnir Íslands: Kári maður leiksins
Icelandair
Byrjunarlið Íslands í kvöld.
Byrjunarlið Íslands í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hinn 19 ára gamli Arnór Sigurðsson spilaði sinn fyrsta landsleik í kvöld.
Hinn 19 ára gamli Arnór Sigurðsson spilaði sinn fyrsta landsleik í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland tapaði 2-0 gegn Belgum í síðasta leik sínum í Þjóðadeildinni í kvöld.

Hér að neðan má sjá einkunnagjöf Fótbolta.net frá Brussel.



Hannes Þór Halldórsson 5
Gerði sjaldséð mistök sem kostuðu annað markið. Traustur að öðru leyti.

Ari Freyr Skúlason 6
Baráttuglaður í nýrri stöðu hægra megin.

Sverrir Ingi Ingason 7
Fastur fyrir og öflugur í baráttu við sóknarmenn Belga.

Kári Árnason 8 - Maður leiksins
Komst fyrir jafnmörg skot og margir markverðir gera í einum leik. Mjög öflugur.

Jón Guðni Fjóluson 7
Traustur í sínum fyrsta alvöru byrjunarliðsleik.

Hörður Björgvin Magnússon 4
Leit illa út í fyrra markinu. Gekk illa að skila boltanum á samherja. Hefur átt betri daga.

Aron Einar Gunnarsson 8
Köll hann heyrðust um allan völl. Stýrði liðinu eins og herforingi. Gefur mikið að fá hann aftur inn á miðjuna.

Guðlaugur Victor Pálsson 6
Var duglegur á miðjusvæðinu allan leikinn.

Arnór Ingvi Traustason 6
Betri frammistaða en í síðustu leikjum.

Arnór Sigurðsson 7 ('64)
Fínasta frumraun hjá Skagamanninum unga. Fyrsti landsleikurinn af væntanlega mörgum.

Albert Guðmundsson 8 ('87)
Hættulegasti leikmaður Íslendinga fram á við í leiknum. Sýndi góða takta og var nálægt því að jafna í síðari hálfleik.

Varamenn:

Kolbeinn Sigþórsson 5 ('64)
Komst ekki í takt við leikinn.

Jón Dagur Þorsteinsson ('87)
Spilaði of stutt til að fá einkunn. Fyrsti landsleikur hans.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner