fim 15. nóvember 2018 13:03
Arnar Helgi Magnússon
Nýr markvörður ÍBV var hreinsaður af ásökunum
Mynd: ÍBV
ÍBV gekk í frá samning við portúgalska markvörðinn Rafael Veloso en hann kemur frá Valdres í Noregi.

Veloso er 25 ára gamall en hann ólst upp hjá Sporting Lisbon áður en hann fór frá félaginu árið 2012. Hann hefur spilað með Belenenses, B-liði Deportivo La Coruna og Oriental á ferlinum.

Fótbolti.net greindi frá því í gær að Veloso hafi verið fundinn sekur um hagræðingu úrslita í heimalandinu.

Gunný Gunnlaugsdóttir, framkvæmdarstjóri knattspyrnudeildar ÍBV segir að Veloso hafi verið hreinsaður af öllum grun og megi leika hvar sem er í heiminum.

„Varðandi leikmann okkar Rafael Veloso, þá hefur hann verið hreinsaður af öllum grun um hagræðingu úrslita í heimalandi sínu."

„Fyrri frétt segir að leikmaðurinn megi ekki leika í Portúgal en það eru ekki réttar heimildir, hann má spila um allan heim þar á meðal í Portúgal."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner