fim 15. nóvember 2018 13:00
Arnar Helgi Magnússon
Oblak vill burt frá Atletico
Mynd: Getty Images
Slóvenski landsliðsmarkvörðurinn Jan Oblak er sagður ósáttur hjá Atletio Madrid og vill burt frá félaginu, helst strax í janúar. Frá þessu greina spænskir fjölmiðlar.

Oblak er með samning við Atletico sem gildir til ársins 2021 en hann er sagður vera ósáttur við að hafa ekki en verið boðinn nýr samningur hjá félaginu, sem gæfi honum væna launahækkun.

„Ég veit ekki hvað gerist. Ég er hér í augnablikinu en ég veit ekki með framhaldið," sagði Oblak við spænska fjölmiðla.

Kaupverðið á Oblak er talið vera um 100 milljónir evra en hann yrði þá dýrasti markvörðurinn í sögunni. Kepa Arizzabalaga, markvörður Chelsea á það met sem stendur.

Oblak er fæddur árið 1993 en hann hefur varið mark Atletico síðan árið 2014. Áður spilaði hann í Portúgal og í heimalandinu.


Athugasemdir
banner
banner