fim 15. nóvember 2018 10:00
Arnar Helgi Magnússon
Ranieri ætlar að sækja varnarmann Liverpool í janúar
Powerade
Matip til Fulham?
Matip til Fulham?
Mynd: Getty Images
Endar Pulisic hjá Chelsea?
Endar Pulisic hjá Chelsea?
Mynd: Getty Images
Þá er slúðurpakkinn kominn úr prentun en þar kennir ýmissa grasa þennan fimmtudaginn. Það er aldrei gúrkutíð hjá bresku blöðunum.

Arsene Wenger, Andre Villas-Boas og Leonardo Jardim höfnuðu allir tilboði frá Fulham um að taka við liðinu. (Telegraph)

Claudio Ranieri, nýráðinn þjálfari Fulham vill fá Joel Matip frá Liverpool í janúar. (Talksport)

Real Madrid býður þess nú að geta keypt annaðhvort Neymar eða Kylian Mbappé frá PSG en liðið gæti þurft að selja annanhvorn þeirra vegna fjárhagsreglna. (AS)

FIFA rannsakar nú fimm úrvalsdeildarfélög á Englandi fyrir möguleg brot á lögum hvað varða það hvernig maður nálgast útlenska leikmenn sem að ekki hafa náð átján ára aldri. Verði liðin fundin sek gætu þau átt yfir höfði sér félagsskiptabann. (Guardian)

West Ham ætlar ekki að selja Marko Arnautovic í janúar. Hann er sagður vilja komast frá liðinu og þá helst til Manchester United. (Star)

David De Gea, markvörður Manchester United er enn í samningaviðræðum við liðið. Núverandi samningur hans rennur út næsta sumar en United getur framlengt samningin um tólf mánuði. (London Evening Standard)

Everton vill fá enska varnarmanninn Chris Smalling eftir tímabilið en samningur hans við Manchester United rennur út eftir leiktíðina. (Sun)

Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins er sagður ætla að spila Alex McCarthy, Lewis Dunk og Callum Wilson í æfingaleiknum gegn Bandaríkjunum í kvöld. Það yrði fyrsti landsleikur þeirra allra. (Mirror)

Jermain Defoe, leikmaður Bournemouth gæti verið lánaður til Sheffield United í janúar eftir að hafa einungis komið við sögu í fjórum úrvalsdeildarleikjum á leiktíðinnni. (Star)

Chelsea er talið líklegast til að krækja í bandaríska kantmanninn, Christian Pulisic eftir tímabilið. (Guardian)

Chelsea ætlar að senda Gary Cahill á lán í janúar en samningur Cahill við Chelsea rennur út eftir tímabilið og ansi ólíklegt að hann fá framlengingu á þeim samning. (Sun)

Roma er nú að undirbúa tilboð í enska bakvörðinn Ashley Young sem spilar með Manchester United. Liðið vill fá hann ekki seinna en í janúar. (Sun)

Wolves er með augastað á Marcos Rojo, leikmanni Manchester United sem er sagður vilja fara frá félaginu í janúar. (Birmingham Mail)

Newcastle er áhugasamt um Miguel Almiron, sem spilar í MLS deildinni með Club Atlanta. (Chronicle)

Mike Ashley, eigandi Newcastle er sagður í viðræðum við bandaríska fjárfesta um kaup á félaginu. Talið er að kaupverðið sé um 350 milljónir punda. (Mirror)
Athugasemdir
banner
banner