banner
   fim 15. nóvember 2018 13:30
Arnar Helgi Magnússon
Rooney segir Pep og Klopp hjálpa enska landsliðinu
Mynd: Getty Images
Rooney hefur upplifað tímana tvenna með enska landsliðinu.
Rooney hefur upplifað tímana tvenna með enska landsliðinu.
Mynd: Getty Images
Wayne Rooney tekur landsliðsskóna af hillunni til að spila sinn síðasta leik fyrir enska landsliðið í kvöld þegar liðið mætir Bandaríkjunum í vináttulandsleik.

Rooney mun koma inn af bekknum og verður hann klæddur treyju númer tíu. Hann mun einnig fá fyrirliðabandið frá Delph og þá munu leikmenn standa heiðursvörð fyrir hann.

Rooney hefur verið áberandi í breskum fjölmiðlum fyrir leikinn og öll athyglin beinst að honum.

Hann segir ungu leikmennirnir sem séu að koma inn í liðið í dag eigi eftir að ná langt og enska liðið hefði geta gert betri hluti með þessar "týpur" af leikmönnum hér áður fyrr.

„Við hefðum mögulega getað gert betur með þessa leikmenn. Þeir virðast vera frábærlega vel þjálfaðir og undirbúningurinn er orðinn allt öðruvísi."

„Það er frábært að vera með þjálfara í ensku úrvalsdeildinni eins og Pep Guardiola og Jurgen Klopp sem að kunna leikinn upp á tíu. Þeir hjálpa þessum leikmönnum."

Kyle Walker, John Stones, Fabian Delph, Raheem Sterling, Trent Alexander og Jordan Henderson eru leikmenn Manchester City og Liverpool sem Rooney bendir á.

„Ég geri mér grein fyrir umræðuna um það hversu margir erlendir þjálfarar eru í deildinni. Þrátt fyrir það eru þeir að gera magnaða hluti, ef við lítum til dæmis bara á Sterling og Walker. Pep nær því allra besta út úr þeim.

„Nú er komið að mér að verða stuðningsmaður liðsins og njóta þess að horfa á þá."
Athugasemdir
banner
banner
banner