fim 15. nóvember 2018 14:30
Arnar Helgi Magnússon
Tveir Íslendingar mætast í umspili í Svíþjóð
Viktor Karl
Viktor Karl
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viktor Karl Einarsson og Nói Snæhólm Ólafsson mætast nú í umspili um sæti í Superettan, sem er næstefsta deild í Svíþjóð.

Viktor Karl leikur með IFK Värnamo en liðið endaði í 13. sæti í Superettunni og þarf því að fara í umspil við Syrianska FC sem lenti í 2. sæti í þriðju efstu deild þar í landi um sæti í Superettan á næstu leiktíð.

Viktor Karl hefur leikið fjórtan leiki með Värnamo í deildinni en hann hefur ekki náð að skora.

Nói Snæhólm Ólafsson leikur með Syrianska en Nói hefur leikið átta leiki með liðinu á tímabilinu.

Tveir leikir eru spilaðir í einvíginu og sá fyrri fór fram um helgina en þar hafði Syrianska betur, 1-0 þar sem að Nói var valinn maður leiksins.

Síðari leikurinn fer fram á sunnudaginn á heimavelli Värnamo og ljóst er að allt getur enn gerst.
Athugasemdir
banner
banner
banner