fim 15. nóvember 2018 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Vinir Benzema í gæsluvarðhald grunaðir um fjárkúgun
Karim Benzema í leik með Madrídingum
Karim Benzema í leik með Madrídingum
Mynd: Getty Images
Vinir Karim Benzema, framherja Real Madrid á Spáni, eru nú í gæsluvarðhaldi grunaðir um að hafa reynt að kúga fé úr Leó D'Souza, fyrrum umboðsmanni Benzema. Le Point greinir frá.

Benzema og félagar hafa áður átt þátt í að kúga fé úr fólki en það gerðist einmitt fyrir Evrópumótið í Frakklandi 2016 er hann og vinir hans reyndu að kúga fé úr Mathieu Valbuena, sem var þá liðsfélagi Benzema í franska landsliðinu.

Franski framherjinn hefur ekki verið valinn í landsliðið síðan og ólíklegt að hann spili aftur fyrir Frakkland.

Benzema hefur haldið því fram að Leo D'Souza, fyrumm umboðsmaður hans, skuldi honum 50 þúsund evrur en umbinn segir að peningurinn hafi verið gripinn af tollinum.

Þrír vinir Benzema eru nú í gæsluvarðhaldi grunaðir um að hafa reynt að ræna D'Souza og kúga fé úr honum. D'Souza var gripinn í sendiferðabifreið í París og hótað öllu illu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner