Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 15. nóvember 2019 17:00
Magnús Már Einarsson
Bruce vonar að Schar sannfæri Xhaka um Newcastle
Granit Xhaka.
Granit Xhaka.
Mynd: Getty Images
Steve Bruce, stjóri Newcastle, vonast til að svissneski varnarmaðurinn Fabian Schar geti hjálpað félaginu að sannfæra landa hans Granit Xhaka um að koma frá Arsenal í janúar.

Xhaka var sviptur fyrirliðabandinu hjá Arsenal á dögunum og líklegt er að hann fari annað í janúar.

Bruce hefur áhuga á Xhaka en ítölsk félög eru einnig á eftir leikmanninum.

Bruce vill styrkja framlínuna og miðjuna í janúar og Xhaka er mjög ofarlega á óskalista hans.

Schar og Xhaka eru góðir vinir úr svissneska landsliðinu og Bruce vonast til að það hjálpi í baráttunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner