Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 15. nóvember 2019 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lacazette segir að hópurinn styðji Emery
Alexandre Lacazette.
Alexandre Lacazette.
Mynd: Getty Images
Alexandre Lacazette, framherji Arsenal, segir að leikmannahópur Arsenal standi á bak við knattspyrnustjórann Unai Emery.

Arsenal hefur byrjað leiktíðina afar illa en liðið er í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 17 stig, 17 stigum á eftir toppliði Liverpool. Liðið hefur ekki unnið deildarleik síðan 6. október

Stuðningsmenn Arsenal eru allt annað en sáttir með spilamennskuna undir stjórn Emery og hafa gagnrýnisraddirnar verið að hækka.

Þó hefur verið sagt að Emery verði ekki rekinn og Lacazette segir að búningsklefinn sé á bak við Spánverjann.

„Hópurnn styður klárlega stjórann og ég er viss um að félagið gerir það líka," sagði Lacazette við heimasíðu Arsenal.

„Við erum mjög þéttur hópur og við erum að gera allt til að bæta okkur."

Næsti leikur Arsenal eftir landsleikjahlé verður gegn Southampton eftir landsleikjahlé.
Athugasemdir
banner
banner
banner