Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 15. nóvember 2019 13:15
Brynjar Ingi Erluson
Nistelrooy grætti Ronaldo skömmu eftir andlát föður hans
Ruud van Nistelrooy og Cristiano Ronaldo voru ekki alltaf félagar
Ruud van Nistelrooy og Cristiano Ronaldo voru ekki alltaf félagar
Mynd: Getty Images
Louis Saha, fyrrum leikmaður Manchester United á Englandi, greinir frá því í viðtali við FourFourTwo að Ruud van Nistelrooy hafi verið afar erfiður á æfingasvæðinu er þeir spiluðu saman.

Nistelrooy spilaði fimm tímabil með United frá 2001 til 2006 en hann skoraði 150 mörk í 219 leikjum.

Hann æfði þar með mörgum efnilegum leikmönnum á borð við Cristiano Ronaldo, Wayne Rooney og auðvitað Louis Saha en hann gat oft verið erfiður á æfingasvæðinu.

Faðir Ronaldo lést árið 2005 og reyndist það honum afar erfitt en Nistelrooy hjálpaði ekki með því að rífast við hann á æfingum.

„Ruud var með stórt egó og vildi fá allar sendingar. Það var erfitt fyrir stjórann sem var að reyna að þróa leik Wayne Rooney og Cristiano Ronaldo. Það voru sögur um það að Ruud hafi fengið Ronaldo til að gráta og málið var að Ronaldo hafði misst pabba sinn og þeir rifust, þetta var ekki alveg augnablikið."

„Svona hlutir geta gerst hjá leikmönnum sem eru miklir karakterar en ég held að Ruud sjái eftir mörgu sem hann sagði á þessum tíma,"
sagði Saha.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner