Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 15. nóvember 2020 22:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hamren hress: Viðar hlustaði á mig
Icelandair
Erik Hamren á einn leik eftir sem landsliðsþjálfari Íslands.
Erik Hamren á einn leik eftir sem landsliðsþjálfari Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erik Hamren, landsliðsþjálfari Íslands, var stoltur af sínu liði eftir 2-1 tap gegn Danmörku í Þjóðadeildinni.

„Við lentum undir eftir 10 mínútur. Þeir fengu að mínu mati mjög ódýra vítaspyrnu. Eftir það urðum við að leggja mikið á okkur varnarlega í fyrri hálfleiknum. Í seinni hálfleiknum sköpuðum færi fram á við og ég er mjög stoltur," sagði Hamren við Stöð 2 Sport.

Viðar Örn Kjartansson kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik og skoraði mark Íslands í leiknum.

„Ég er ánægður með alla hérna, þeir sýndu mér að þeir vildu spila hérna... Ég sagði við Viðar að hann ætti að koma inn á og skora, og hann hlustaði á mig," sagði Hamren léttur.

Síðustu dagar hafa verið erfiðir eftir tapið gegn Ungverjalandi.

„Ég verð að segja að þetta eru frábærir strákar og frábært að vinna með þeim. Árin sem ég hef verið hérna hefur hugarfarið verið virkilega flott. Síðustu dagar hafa verið erfiðir. Við vorum inn á Evrópumótinu þegar fimm mínútur voru eftir af þeim leik. Þetta var eitt erfiðasta tap mitt á ferlinum og þannig var það líka hjá leikmönnunum."

„Við starfsmennirnir höfum verið að reyna að hressa þá við og við vildum sýna að við gætum gefið Danmörku leik. Við vildum vinna! Því miður var þetta ekki dagurinn okkar."

Síðasti landsleikur Hamren með Ísland verður á miðvikudaginn, á Wembley gegn Englandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner