Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 15. nóvember 2021 21:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Á óskalista stórvelda eftir að hafa skorað tvö gegn Íslandi
Elmas í leiknum í gær.
Elmas í leiknum í gær.
Mynd: EPA
Miðjumaðurinn Eljif Elmas gerði okkur Íslendingum lífið leitt í gær er Norður-Makedónía vann 3-1 sigur á okkur í undankeppni HM.

Elmas skoraði tvö mörk í leiknum og var virkilega góður.

Þessi 22 ára gamli leikmaður er á mála hjá Napoli á Ítalíu, en samkvæmt Gazzetunni þá eru stærstu félög Evrópu með hann í sigtinu.

Barcelona og Real Madrid, tvö stærstu félögin á Spáni, eru með augastað á Elmas. Frammistaða hans gegn Íslandi hlýtur að hafa vakið athygli víða um Evrópu.

Elmas er samningsbundinn Napoli til 2025 og því þarf að borga ágætis verð fyrir hann. Carlo Ancelotti, fyrrum stjóri Napoli og núverandi stjóri Real Madrid, er sagður mjög hrifinn af leikmanninum sem er einnig á óskalista Barcelona.
Athugasemdir
banner
banner
banner