Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 15. nóvember 2021 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bætti met Ödegaard - Fimmtán ára með A-landsleik
Enes Sali, sá aftari á myndinni.
Enes Sali, sá aftari á myndinni.
Mynd: EPA
Enes Sali bætti í gær met þegar hann kom inn á sem varamaður í 2-0 sigri Rúmeníu gegn Liechtenstein í lokaumferðinni í undankeppni HM 2022.

Sali er aðeins 15 ára gamall. Hann varð yngsti leikmaðurinn til að spila fyrir A-landslið Rúmeníu, en það er ekki bara það. Hann er líka yngsti evrópski leikmaðurinn til að spila fyrir landslið í keppnisleik.

Hann bætir met sem Martin Ödegaard, núverandi leikmaður Arsenal, setti með norska landsliðinu.

Sali er leikmaður Farul Constanta og lék í ágúst sinn fyrsta leik í efstu deild í Rúmeníu. Síðan hefur hann spilað sjö leiki og skoraði gegn Academica Clinceni í september. Þar með varð hann yngsti markaskorari í sögu rúmensku deildarinnar.

Farul Constanta er í eigu rúmensku goðsagnarinnar Gheorghe Hagi sem einnig þjálfar liðið en Sali kemur einmitt upp úr akademíunni hans.

Sali er sóknarleikmaður og hefur spilað bæði sem 'tía' og úti á vængnum með Farul Constanta. Það verður gríðarlega spennandi að fylgjast með hans ferli.


Athugasemdir
banner
banner
banner