Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 15. nóvember 2021 16:30
Elvar Geir Magnússon
Bandaríkjamenn borga tvöfalt meira fyrir enska boltann
Mynd: EPA
Enska úrvalsdeildin er að ganga frá metsamningi varðandi sjónvarpsréttindi í Bandaríkjunum.

NBC hefur átt réttinn á enska boltanum í Bandaríkjunum síðan 2013 en á fimmtudaginn lýkur öðru stigi útboðsins á réttinum.

Talið er að sex ára samningur, frá 2022-2028, gæti farið upp í tvo milljarða Bandaríkjadala. Það yrði tvöföldun frá fyrri samningi.

NBC, CBS og ESPN eru að keppa um réttinn.

Sjónvarpspeningarnir í ensku úrvalsdeildinni hafa hækkað mikið undanfarin ár og gefið félögum deildarinnar talsvert forskot.
Athugasemdir
banner
banner
banner