mán 15. nóvember 2021 10:30
Elvar Geir Magnússon
Hvað getur Smith gert til að bjarga Norwich?
Dean Smith.
Dean Smith.
Mynd: EPA
Smith þarf að koma Cantwell í gang.
Smith þarf að koma Cantwell í gang.
Mynd: Getty Images
Phil McNulty, yfirmaður fótboltafrétta hjá BBC, veltir því fyrir sér hvað Dean Smith, sem í morgun skrifaði undir hjá Norwich, þurfi að gera til að halda liðinu í ensku úrvalsdeildinni.

Norwich er á botni ensku úrvalsdeildarinnar, fimm stigum frá öruggu sæti.

„Smith er gríðarlega geðþekkur og það hjálpar honum að vinna klefann og stuðningsmenn á sitt band. Þarna fer auðmjúkur einstaklingur sem mun tengja með stuðningsmenn," skrifar McNulty í pistli sem birtist í morgun.

„Það er kaldhæðni í því að Smith borgaði 33 milljónir punda til að kaupa hinn hæfileikaríka Emiliano Buendia frá Norwich til Aston Villa í sumar. Norwich hefur saknað hans sárt en á meðan hefur Argentínumaðurinn ekki fundið sig hjá nýju félagi."

Hvað þarf Smith að gera til að halda liðinu uppi?

„Finna hlutverk fyrir Billy Gilmour, lánsmanninn frá Chelsea. Það er lykilatriði. Einnig að fá hinn hæfileikaríka Todd Cantwell aftur af stað. Frammistaða Gilmour með skoska landsliðinu gerir það að verkum að það er ráðgáta hvernig Daniel Farke gat ekki náð meiru út úr honum."

„Það er ýmislegt til staðar. Tim Krul hefur sannað sig sem úrvalsdeildarmarkvörður. Ozan Kaban varð betri eftir því sem leið á tímabilið með Liverpool og Norwich vonar að það sama gerist núna. Mörg félög hafa áhuga á bakverðinum Max Aarons."

„Mathias Normann sem kom í sumar virðist hafa verið góður styrkur og Milot Rashica, sóknarleikmaður Kosóvó, var á blaði margra félaga þegar hann yfirgaf Werde Bremen. Smith þarf að sjá til þess að liðið verði ekki of háð Teemu Pukki í sóknarleiknum."

„Það verður erfitt að bjarga liðinu en á Carrow Road er trú á því að spilin séu að falla félaginu í hag. Stjórnartíð Smith hefst á heimaleik gegn Southampton, liðinu sem hann tapaði fyrir í síðasta leik sínum hjá Aston Villa."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 28 20 4 4 70 24 +46 64
2 Liverpool 28 19 7 2 65 26 +39 64
3 Man City 28 19 6 3 63 28 +35 63
4 Aston Villa 29 17 5 7 60 42 +18 56
5 Tottenham 28 16 5 7 59 42 +17 53
6 Man Utd 28 15 2 11 39 39 0 47
7 West Ham 29 12 8 9 46 50 -4 44
8 Brighton 28 11 9 8 50 44 +6 42
9 Wolves 28 12 5 11 42 44 -2 41
10 Newcastle 28 12 4 12 59 48 +11 40
11 Chelsea 27 11 6 10 47 45 +2 39
12 Fulham 29 11 5 13 43 44 -1 38
13 Bournemouth 28 9 8 11 41 52 -11 35
14 Crystal Palace 28 7 8 13 33 48 -15 29
15 Brentford 29 7 5 17 41 54 -13 26
16 Everton 28 8 7 13 29 39 -10 25
17 Luton 29 5 7 17 42 60 -18 22
18 Nott. Forest 29 6 7 16 35 51 -16 21
19 Burnley 29 4 5 20 29 63 -34 17
20 Sheffield Utd 28 3 5 20 24 74 -50 14
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner