Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 15. nóvember 2021 15:41
Hafliði Breiðfjörð
ÍBV enn án þjálfara - Tekur Bára við?
Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir.
Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir.
Mynd: Breiðablik
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur ÍBV áhuga á að ráða Báru Kristbjörgu Rúnarsdóttur sem þjálfara meistaraflokks kvenna. Bára hefur undanfarið ár verið að starfa hjá Kristianstad en aðalþjálfari þar er Elísabet Gunnarsdóttir.

Ian Jeffs stýrði ÍBV síðari hluta síðasta tímabils eftir að Andri Ólafsson hafði sagt upp störfum. Hann hætti svo að tímabilinu loknu og tók við karlaliði Þróttar. Félagið hefur síðan verið að leita að þjálfara og hefur rætt við Báru samkvæmt heimildum Fótbolta.net. Daníel Geir Moritz, formaður knattspyrnuráðs ÍBV vildi ekki staðfesta nafn Báru í dag.

„Ég get allavega sagt að við höfum kannað nokkra kosti. Þetta starf er mjög gott myndi ég halda og mikill metnaður í fólki," sagði Daníel við Fótbolta.net.

„Það eru breytingar hjá okkur í ÍBV og hefur ráðning á nýjum þjálfara dregist. Við erum að setja saman eina stjórn um báða meistaraflokkana og erum á fullu í þjálfaraleit."

„Við erum líka með spennandi kosti hér á Eyjunni og er í mörg horn að líta en Bára er auðvitað spennandi kostur og eflaust á blaði hjá mörgum. Þetta skýrist fljótlega,"
bætti Daníel við.
Athugasemdir
banner
banner