Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 15. nóvember 2021 09:25
Elvar Geir Magnússon
Janúarverðmiði á Vlahovic - Úlfarnir vilja Van de Beek
Powerade
Donny van de Beek.
Donny van de Beek.
Mynd: EPA
Chelsea hefur áhuga á Insigne.
Chelsea hefur áhuga á Insigne.
Mynd: EPA
Andre-Frank Zambo Anguissa.
Andre-Frank Zambo Anguissa.
Mynd: EPA
Vlahovic, Van de Beek, Henderson, Zidane, Ziyech, Rabiot og fleiri kátir kappar í slúðurpakkanum í dag. Það er mánudagur og grátt úti en slúðrið litar tilveruna.

Tottenham og Manchester City hafa fengið þau skilaboð að Dusan Vlahovic (21) sóknarmaður Fiorentina sé til sölu í janúar. En aðeins fyrir 70 milljónir punda. (Sun)

Hollenski miðjumaðurinn Donny van de Beek (24) hefur ákveðið að yfirgefa Manchester United í janúarglugganum. (Metro)

Úlfarnir hafa áhuga á að fá Van de Beek. (Birmingham Live)

Manchester United hætti við að reyna að fá Antonio Conte við stjórnvölinn því hann fór fram á 250 milljónir punda í leikmannakaup. (90min)

Manchester United vonast til að náið samband Zinedine Zidane við Cristiano Ronaldo og Raphael Varane geti ýtt við því að Frakkinn sé tilbúinn að taka við liðinu. (Mirror)

Manchester United hefur áhuga á Jules Kounde (23), miðverði Sevilla, og gæti borgað 80 milljóna punda riftunarákvæði í samningi hans til að skáka Chelsea sem einnig hefur áhuga. (Todofichajes)

Barcelona vill fá þrjá leikmenn Chelsea; Hakim Ziyech (28), Callum Hudson-Odoi (21) og Cristian Pulisic (23). (Catalan Daily Sport)

Borussia Dortmund hefur einnig áhuga á Ziyech og hefur verið í sambandi við umboðsmenn leikmannsins. (Bild)

Manchester United mun leyfa enska markverðinum Dean Henderson (24) að fara á átján mánaða lánssamningi. (Sun)

Newcastle United hefur áhuga á franska miðjumanninum Adrien Rabiot (26) hjá Juventus. (Calciomercato)

Chelsea hefur áhuga á ítalska sóknarmanninum Lorenzo Insigne (30) hjá Napoli. (Marca)

Real Madrid mun veita Chelsea samkeppni um franska miðjumanninn Aurelien Tchouameni (21) hjá Mónakó. (Marca)

Tottenham hefur hafnað möguleikanum á að kaupa belgíska vængmanninn Eden Hazard (30) frá Real Madrid og vill í staðinn fá velska landsliðsmanninn Gareth Bale (32) en samningur hans við spænska félagið rennur út næsta sumar. (El Nacional)

Kylian Mbappe (22) segist ánægður hjá Paris St-Germain en ýjar að því að hann gæti farið annað, eftir að hafa verið orðaður við Real Madrid. (Mirror)

Úlfarnir vilja fá Suður-Kóreumanninn Hwang Hee-chan (25) alfarið frá RB Leipzig. Frammistaða hans á lánssamningi hjá Wolves hefur vakið áhuga Liverpool og Manchester City. (Mirror)

Napoli vill gera samkomulag um kaup á Andre-Frank Zambo Anguissa (25), kamerúnska miðjumanninum sem kom í sumar frá Fulham á láni. (Calciomercato)

Middlesbrough hefur áhuga á enska sóknarmanninum Folarin Balogun (20) hjá Arsenal. (Sun)
Athugasemdir
banner
banner