Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 15. nóvember 2021 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp gæti verið án þriggja lykilmanna gegn Arsenal
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hefur alveg verið rétt á að vera pirraður eftir landsleikjahléið sem er að klárast núna.

Svo gæti farið að hann verði án þriggja lykilmanna gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni næsta laugardag.

Fyrirliðinn Jordan Henderson var sendur heim úr landsliðsverkefni Englands vegna meiðsla og sömu sögu er að segja af kantmanninum Sadio Mane.

Þá er sóknarmaðurinn Roberto Firmino meiddur. Hann verður frá næstu vikurnar.

Klopp mun vona að Henderson og Mane verði klárir í slaginn gegn Lundúnaliðinu. Það kemur væntanlega í ljós þegar líður á vikuna. Firmino mun klárlega missa af leiknum.
Athugasemdir
banner
banner
banner