Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 15. nóvember 2021 19:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leikmenn PSG sagðir hafa fengið símhringingar úr óskráðu númeri
Aminata Diallo (lengst til vinstri) og Hamraoui (með fyrirliðabandið) á Kópavogsvelli eftir leik gegn Breiðabliki í Meistaradeildinni.
Aminata Diallo (lengst til vinstri) og Hamraoui (með fyrirliðabandið) á Kópavogsvelli eftir leik gegn Breiðabliki í Meistaradeildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Franska íþróttablaðið L’Équipe segir frá því að lögreglan sé að skoða aðrar vísbendingar í máli Kheira Hamraoui, leikmanns kvennaliðs Paris Saint-Germain.

Aminata Diallo, liðsfélagi hennar, var handtekin og var í haldi í meira en sólarhring eftir að tveir grímuklæddir menn réðust á Hamraoui.

Diallo var sögð hafa skipulagt árásina svo hún fengi sæti í liðinu á kostnaði Hamraoui. Henni hefur núna verið sleppt og neitar hún alfarið sök.

Diallo var víst að keyra bíl með Hamraoui í farþegasætinu er sú síðarnefnda var dregin út og slegin í fæturnar með járnvopni. Lögreglan kannaði þá kenningu að Diallo væri á bak við árásina, en núna segir L’Équipe að verið sé að skoða aðrar vísbendingar.

Fram kemur hjá blaðinu að nokkrir liðsfélagar Hamraoui, þar á meðal Diallo, hafi fengið símhringingar úr óskráðu númeri. Einstaklingurinn á hinni línunni sagðist vera fyrrverandi kærasti Hamraoui og að hann ætlaði að hefna sín á henni fyrir „að eyðileggja líf sitt".

Það verður fróðlegt að fylgjast með framvindu þessa furðulega máls. Hamraoui spilaði með PSG í gær er liðið tapaði gegn sínum helsti keppinatum í Frakklandi, 6-1. PSG vildi fá að fresta þessum leik vegna málsins en fékk það ekki.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner