Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 15. nóvember 2021 11:30
Elvar Geir Magnússon
Onana mættur eftir níu mánaða bann - Mun semja við Inter
Onana er mættur aftur.
Onana er mættur aftur.
Mynd: Getty Images
Markvörðurinn Andre Onana lék um helgina sinn fyrsta leik eftir að hafa afplánað níu mánaða bann. Hann hélt hreinu þegar landslið Kamerún vann Malaví í undankeppni HM um helgina.

Onana var dæmdur í eins árs bann í febrúar eftir að hann féll á lyfjaprófi. Hann áfrýjaði málinu til CAS íþróttadómstólsins og var ákveðið að stytta bannið úr tólf mánuðum niður í níu.

Efnið 'furosemide' fannst í þvagi Onana 30. október. Hann sagðist óvart hafa tekið töflu sem innihélt þetta efni þegar hann ruglaðist á töflum og tók hjá eiginkonu sinni. Onana vildi fá banninu aflétt en CAS dómstóllinn neitaði þeirri beiðni vegna kæruleysisins sem leikmaðurinn sýndi þegar hann tók ranga töflu.

Onana, sem er 25 ára, var á bekknum hjá Ajax á dögunum en samningur hans við hollenska félagið rennur út næsta sumar. Íþróttafréttamaðurinn Fabrizio Romano segir nánast frágengið að hann gangi í raðir Inter á Ítalíu.

„Munnlegt samkomulag náðist við Inter í sumar og fjögurra ára samningur verður undirritaður á komandi mánuðum. Inter hefur ekki áhuga á samkeppni frá öðrum félögum en samkomulagið verður frágengið þegar Onana hefur leyfi til að semja við annað félag," segir Romano.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner